Stjórnlagaaðventumót

Stjórnlagaaðventumót var haldið í byrjun aðventu á kosningadegi til stjórnlagaþings. Fyrirkomulagið var með sérstöku sniði. Borið hefur á því að Spánverjinn síkáti fái undraköst á heppilegum stundum. Til að ganga úr skugga um þetta var því sett upp mót til höfuðs þessum grunsamlegu köstum. Uppsetningin var þannig að aðeins tveir keppendur köstuðu teningum í hverri umferð, hvor fyrir sinn helming keppenda. Síðan þurftu keppendur allir að nota sömu köstin. Annar þessara keppenda var ávallt Jorge s. Fonseca og var sérstaklega skráð hvor keppenda hefði fengið að nota köst Spánverjans. Skemmst er frá því að segja að skor þeirra sem fengu að njóta síkátra kasta var 9 vinningar af 15 mögulegum og telst því hér með sannað að óhreint mjöl sé í pokahorni Spánverjans.

 

Að auki var sú nýlunda tekin upp að sigurvegarinn ynni sér þátttökurétt á næsta Íslandsmóti. Mun þetta fyrirkomulag verða notað á flestum mótum hér eftir. Öruggur sigurvegari mótsins varð Daníel Már og hefur því ásamt núverandi Íslandsmeistara Gunnari Gunnarssyni áunnið sér rétt til þátttöku á næsta Íslandsmóti. Að auki vann Daníel allnokkra bjórbauka í sigurlaun.

æfingamót20101127


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband