Stjórnarfundur.

Stjórnarfundur Kotrufélagsins, 20. ágúst, 2009.

 

Dagskrá

  1. Íslandsmót.
  2. Önnur mót.
  3. Æfingamót.
  4. Ákvörðun næsta stjórnarfundar.

 

 

Mættir: Stefán Freyr Guðmundsson (SFG), Róbert Lagerman (RL), Gísli Hrafnkelsson (GH), Ingi Tandri Traustason (ITT)

 

Niðurstöður:

  1. Íslandsmót haldið í nóvember, SFG skoðar dagsetningu og staðsetningu. RL athugar með styrktaraðila. Fyrirkomulag mótsins miðar við a.m.k. 18 keppendur. Byrjað á 9 umferða móti með Monrad fyrirkomulagi. Fyrstu 6 umferðirnar eru leikir upp í 5 og síðustu þrjár umferðirnar upp í 7. Átta efstu komast í úrslit. Á fimmtudegi er stefnt að því að spila fyrstu 5 umferðirnar og seinni 4 á föstudegi. Byrjað ca. 18. Snemma á laugardegi hefst útsláttarkeppni. 8 manna úrslit verður leikur upp í 15, undanúrslit og úrslit upp í 21. (Athugasemd: Prófa að spila leik upp í 21 til að sjá hvað það tekur langan tíma). Keppnisgjaldi verði stillt í hóf (ca 1000kr) og rennur keppnisgjald til Kotrufélagsins. Þarf að huga að varaáætlun ef þátttaka dræm.

 

  1. Rætt um að halda Bikarkeppni eftir áramót (jan-feb) og “Mind-games” mögulega í október. Þá væri keppt í 2ja manna liðum í kotru, skák, brids og póker. Verður rætt nánar á næsta fundi.

 

  1. Æfingamót verði fyrsta og þriðja fimmtudag í hverjum mánuði. Mótið sem er þriðja fimmtudag mánaðar verði 6-8 umferða mót upp í 3 og boðið upp á kennslu fyrir nýliða samhliða móti. Mótið sem er fyrsta fimmtudag verði með breytilegu sniði.


  1. Næsti stjórnarfundur skal haldinn þegar næsta æfingamót fer fram 3. september.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband