Mænd Geyms og Íslandsmót.

Eins og sjá má á fundargerð stjórnar frá 17. september eru tvö mót á teikniborðinu. Eftir að hafa skoðað dagatal ítarlega síðustu dagana stefnir í að Mænd Geyms verði 20. og 21. nóvember en Íslandsmót verði eftir áramót.

Þar sem margir reglulegir spilarar eru einnig skákgutlarar reynist erfitt að vera með mikið mótahald að hausti þegar skákvertíðin er í hámarki. Þess vegna var ákveðið að betur færi á því að Íslandsmótið yrði á nýju ári. 

Áhugasamir ættu að taka frá 20. og 21. nóvember fyrir Mænd Geyms sem er nokkurs konar hugarfjölþraut. Keppt verður í tveggja manna liðum og keppt i brids, skák, kotru og póker.

Meira um það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband