Mænd Geyms.

Mænd Geyms

-fjölþraut hugans

 

Dagana 20. og 21. nóvember fer Mænd Geyms fram. Keppt er í tveggja manna liðum í brids, skák, kotru (backgammon) og póker. Keppnisgjald er 3.500 krónur á mann og þar af fara 3.000 krónur í verðlaunafé.

 

Skráning fer fram inn á http://kotra.blog.is. Keppni hefst föstudaginn 20. nóvember klukkan 18:30 í Bridssambandi Íslands, Síðumúla 37.

 

Dagskrá:

Föstudagur 20. nóvember: 18:30-22:00 Brids - tvímenningur.

Föstudagur 20. nóvember: 22:30-24:00 Kotra - umferðir 1-3.

Laugardagur 21. nóvember: 13:00-15:00 Skák.

Laugardagur 21. nóvember: 16:00-19:00 Kotra - umferðir 4-7.

Laugardagur 21. nóvember: 20:00-23:00 Póker.

 

 

Látið það ekki aftra ykkur frá þátttöku þó eitthvað vanti upp á eina grein.

Brids er jú bara kani með grandi og þessu hér http://bridge.is/forsida/kerfiskort/

og kotra er flókna útgáfan af slönguspilinu. Kotrufélagið verður með æfingamót fimmtudaginn 12. nóvember á Atid, Laugavegi 73, klukkan 19:00. Einnig má lesa sér til á http://en.wikipedia.org/wiki/Backgammon.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband