Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Fyrsta mót ársins - úrslit.

Æfingamót var haldið fimmtudaginn 21. janúar á Atid. Varaforsetinn var í banastuði og lagði alla nema Jorge. Að loknu móti var spilaður Sjúett að vanda.

1. Róbert 4/5

2.-3. Stefán Freyr 3/5

2.-3. Jorge 3/5

4.-5. Vilhelm 2/5

4.-5. Jóhann 2/5

6. Ingi Tandri 1/5


Kotrumót.

Við byrjum nýja árið með kotrumóti þann 21. janúar á Atid, Laugavegi 73, klukkan 19. Stefnt er á Íslandsmót í mars svo það er um að gera að fara að koma sér í form. Árið 2010 verður í sögubókum ekki minnst fyrir neitt annað en að vera Kotruárið mikla.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband