Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Mót 10. júli 2010

Æfingamót var haldið laugardaginn síðastliðinn á Atid. Mæting var nokkuð góð. Daníel virtist ætla að stinga af og hafði unnið alla sína leiki fyrir síðustu umferð en tapaði þá fyrir Inga Tandra.

Það þurfti því úrslitaleik til að skera úr um sigurvegara þar sem Daníel lék sér Forsetanum.

Að loknu móti var að venju leikinn Sjúett milli þeirra sem voru eftir.

Úrslit:

1. Daníel Már 4/5 og sigur í úrlitaleik

2. Stefán Freyr 4/5

3.-5. Vésteinn 3/5

3.-5. Sigurður Sverrisson 3/5

3.-5. Gísli Hrafnkelsson 3/5

6.-8. Kolbrún 2/5

6.-8. Ingimar 2/5

6.-8. Ingi Tandri 2/5

9.-10. Magnús 1/5

9.-10. Gunnar Björn 1/5


Nýr stigalisti.

Talsverðar breytingar hafa orðið á stigalistanum og því tilvalið að birta nýjustu stig. Stigin eru ekki alltaf birt en má þá finna í myndamöppunni Stig.

Stig20100429

 


Síðustu mót.

Tvö mót hafa verið haldin frá því síðast var gefin skýrsla á síðunni. Þar sem Forsetanum tókst ekki að vinna þessi mót hefur ekkert verið um þau rætt eða ritað. Með þumalskrúfur er þetta loks gefið upp. Ef einhvereraðfurðasigáþvíaðþaðvantibilþáerþaðumræddumskrúfumaðkenna.

 Úrslit mótanna voru sem hér segir:

 æfingamót29apr

 

 

 

 

 

 

æfingamót18feb

 

 

 

 


Aðalfundur

Aðalfundur Kotrufélagsins, 13.júní, 2010

 

Dagskrá

  1. Farið yfir fjármál ársins
  2. Skýrsla forseta
  3. Önnur mál
  4. Kosning forseta
  5. Kosning stjórnar
  6. Lagabreytingartillögur

 

Mættir: Stefán Freyr Guðmundsson (SFG),Gunnar Gunnarsson (GG), Ingi Tandri Traustason (ITT)

 

Niðurstöður:

  1. Eignir félagsins óverulegar. Gjaldkera vantaði á aðalfund, reikningar verða endurskoðaðir fyrir næsta aðalfund.
  2. Haldið var úti mánaðarlegum æfingum á starfsárinu. Mænd Geyms var haldið í nóvember við góðar undirtektir, stefnt er að því að endurtaka leikinn í nóvember 2010. Einnig er stefnt er að Íslandsmóti haustið 2010. Hugmyndir eru uppi um bikarkeppni, sveitakeppni félaga á starfsárinu. Stigareikningar skulu vera settir í fastara form.
  3. Önnur mál
    1. Auka aðgengi að kennsluefni á vefnum.
    2. Aðstaða á Atid er til fyrirmyndar og ekki stefnt að breytingu þar á
    3. Búnaður félagsins er ásættanlegur eins og er. Uppfærslur gerðar eftir þörfum.
    4. Íslandsmótanefnd vinnur áfram að hugmyndum um mótafyrirkomulag.
  4. Stefán Freyr Guðmundsson endurkjörinn sem forseti.
  5. Stjórn:
    1. Varaforseti: Róbert Lagerman
    2. Gjaldkeri: Gísli Hrafnkelsson
    3. Ritari: Gunnar Gunnarsson
    4. Meðstjórnandi: Ingi Tandri Traustason
    5. 1. varamaður: Jorge Fonseca
    6. 2. varamaður: Ragnhildur Ísleifsdóttir
  6. Engar lagabreytingartillögur komu fram.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband