Síðustu mót.

Tvö mót hafa verið haldin frá því síðast var gefin skýrsla á síðunni. Þar sem Forsetanum tókst ekki að vinna þessi mót hefur ekkert verið um þau rætt eða ritað. Með þumalskrúfur er þetta loks gefið upp. Ef einhvereraðfurðasigáþvíaðþaðvantibilþáerþaðumræddumskrúfumaðkenna.

 Úrslit mótanna voru sem hér segir:

 æfingamót29apr

 

 

 

 

 

 

æfingamót18feb

 

 

 

 


Aðalfundur

Aðalfundur Kotrufélagsins, 13.júní, 2010

 

Dagskrá

  1. Farið yfir fjármál ársins
  2. Skýrsla forseta
  3. Önnur mál
  4. Kosning forseta
  5. Kosning stjórnar
  6. Lagabreytingartillögur

 

Mættir: Stefán Freyr Guðmundsson (SFG),Gunnar Gunnarsson (GG), Ingi Tandri Traustason (ITT)

 

Niðurstöður:

  1. Eignir félagsins óverulegar. Gjaldkera vantaði á aðalfund, reikningar verða endurskoðaðir fyrir næsta aðalfund.
  2. Haldið var úti mánaðarlegum æfingum á starfsárinu. Mænd Geyms var haldið í nóvember við góðar undirtektir, stefnt er að því að endurtaka leikinn í nóvember 2010. Einnig er stefnt er að Íslandsmóti haustið 2010. Hugmyndir eru uppi um bikarkeppni, sveitakeppni félaga á starfsárinu. Stigareikningar skulu vera settir í fastara form.
  3. Önnur mál
    1. Auka aðgengi að kennsluefni á vefnum.
    2. Aðstaða á Atid er til fyrirmyndar og ekki stefnt að breytingu þar á
    3. Búnaður félagsins er ásættanlegur eins og er. Uppfærslur gerðar eftir þörfum.
    4. Íslandsmótanefnd vinnur áfram að hugmyndum um mótafyrirkomulag.
  4. Stefán Freyr Guðmundsson endurkjörinn sem forseti.
  5. Stjórn:
    1. Varaforseti: Róbert Lagerman
    2. Gjaldkeri: Gísli Hrafnkelsson
    3. Ritari: Gunnar Gunnarsson
    4. Meðstjórnandi: Ingi Tandri Traustason
    5. 1. varamaður: Jorge Fonseca
    6. 2. varamaður: Ragnhildur Ísleifsdóttir
  6. Engar lagabreytingartillögur komu fram.

Fyrsta mót ársins - úrslit.

Æfingamót var haldið fimmtudaginn 21. janúar á Atid. Varaforsetinn var í banastuði og lagði alla nema Jorge. Að loknu móti var spilaður Sjúett að vanda.

1. Róbert 4/5

2.-3. Stefán Freyr 3/5

2.-3. Jorge 3/5

4.-5. Vilhelm 2/5

4.-5. Jóhann 2/5

6. Ingi Tandri 1/5


Kotrumót.

Við byrjum nýja árið með kotrumóti þann 21. janúar á Atid, Laugavegi 73, klukkan 19. Stefnt er á Íslandsmót í mars svo það er um að gera að fara að koma sér í form. Árið 2010 verður í sögubókum ekki minnst fyrir neitt annað en að vera Kotruárið mikla.

Mænd Geyms - uppgjör.

Keppni í hugarleikjum,  nefnd Mænd Geyms var haldin liðna helgi. Sjö pör voru skráð til leiks og áttu uppruna að rekja annað hvort í skákheiminn eða bridsheiminn. Þarna mátti finna heimsmeistara, ólympíumeistara, landsliðsmenn, áhugamenn og síkátan Spánverja. Keppt var í fjórum greinum sem hver og ein skipar stóran sess í heimum spila og leikja.

Brids og skák eru líklega frægustu hugarleikirnir, kotra elsta skráða borðspilið og þekktast teningaspila og póker er sjálfsagt vinsælasta spilið í dag.

Föstudaginn 20. nóvember hófst keppnin í Bridssambandinu. Spilaður var tvímenningur, allir gegn öllum. Spilamennskan var afar sveiflukennd og ævintýraleg á köflum. Ætli sama kvöldið hafi ekki litið dagsins ljós eitthvað af því besta og versta sem bridsfræðin hafa upp á að bjóða. Eftir sýnikennslu í spænska sagnkerfinu og verklegar æfingar í þolinmæði fyrir þeim sem hugsa dýpra voru úrslit ljós og nokkuð óvænt þar eð Sveinn Rúnar og Daníel stálu efsta sætinu í síðustu umferð af þeim Jóni og Sigurði. 

Þegar bridsinu lauk var stefnan að spila fyrri hluta kotrunnar en vegna áðurnefndra verklegra æfinga var látið duga að spila fyrstu umferð kotrunnar.

Klukkan 13 laugardaginn 21. nóvember hófst keppni að nýju og nú í Skákakademíunni. Nú var komið að skákinni þar sem næstum-stórmeistarinn Stefán Kristjánsson var sigurstranglegastur. Tefldar voru hraðskákir með 5 mínútum á mann og mikill handagangur á stundum sem von er. Við "X-factor"-hlutverki Spánverjans síkáta tók nú Daníel Már. Hann sýndi mikla hugkvæmni og lék nánast alltaf óvæntasta leiknum.  Bridsararnir áttu erfitt uppdráttar en sýndu þó að þeir vita alveg hvað snýr upp og niður á skákborðinu - flestir alla vega (sjá ofar). Óvæntast verður að telja lukku Forseta Kotrufélagsins sem tókst að deila öðru sætinu með Bergsteini vinningi á eftir Stefáni Kristjánssyni.

Efstir og jafnir eftir skákina voru Stefán Freyr og Sigurður Páll og Stefán K. og Bergsteinn.

Næst var komið að því að klára kotruna en keppnin í henni var stytt í 5 umferðir vegna tafa kvöldið áður. Ekki voru allir á eitt sáttir við teningana og kenndu þeim um allt sem miður fór. Gott ef þeir bera ekki ábyrgð á hruninu líka. Nokkrir höfðu litla sem enga reynslu af kotrunni en voru þó ótrúlega fljótir að læra - nema ef til vill Gunnar sem er enn að tuða yfir því að kotra hafi verið með sem keppnisgrein.  Bridsararnir sýndu nú fjölhæfni sína og voru alla jafna betur að sér í kotrufræðum en skákmenn. Reyndar léku svikulir teningar þriðja stigahæsta kotruspilara landsins afar grátt en eins og menn vita hafði það engin áhrif á hann - síkátlega séð. Að lokum deildu þrír efsta sætinu, Stefán Freyr, Jón og Sveinn Rúnar.

Sveinn og Daníel tóku afgerandi forystu með 22 stig. Í öðru til fjórða sæti voru Stefán Freyr & Sigurður Páll, Stefán K. og Bergsteinn og Sigurður Sverris og Jón með 19 stig.

Þegar hér var komið við sögu skelltu keppendur sér á Balthasar og gæddu sér á börger og einum ylvolgum. Sumir horfðu á seinni hálfleik í einhverju boltasparki.

Þá var röðin komin að pókernum. Ólíkt öðrum greinum varð fljótt ljóst að hér taldist það manni til tekna að hafa litla reynslu og minni færni. Því miður gátu Sigurður og Jón ekki tekið þátt þar sem þeirra var vænst í stórafmæli. Úrslitin myndu því ráðast á því hvort annað skákparanna í 2. sæti næðu að enda a.m.k. þremur stigum fyrir ofan Svein og Daníel. Ekki blés byrlega fyrir Bergstein og Stefán þegar Stefán datt fyrstur út gegn djöfullegri lymsku Andra Áss með lægri þrennu. Næst dró til tíðinda þegar Birgir hækkaði hressilega ofan í Sigurð Pál sem sat með kónga tvo og gat lítið gert annað en fara all-in. Birgir fletti við ás og drottningu og fékk tvær kellur til viðbótar frá gjafaranum. Þar með var sigurinn orðinn nálægur fyrir Svein og Daníel. Sveinn hleypti þó spennu aftur í mótið með því að skila sínum "tjippsum" á undraskömmum tíma. Jafnframt féll Bergsteinn fljótlega úr leik. Sigurinn var því í höfn hjá Sveini og Daníeli svo fremi að Forsetinn næði ekki að lenda þremur sætum ofar en Daníel í mótinu. Í aumkunarverðri tilraun sinni til að kalla fram slík úrslit varð Forsetinn að kasta inn handklæðinu þegar hann féll út gegn Daníeli. Verðskuldaðir sigurvegarar pókersins voru að lokum Andri Áss og Jorge. Ingi og Jorge unnu liðakeppni pókersins sannfærandi.

Sveinn og Daníel voru án efa besta liðið og með mestu breiddina. Að lokum vill Forsetinn þakka fyrir skemmtilega keppni og endilega sendið mér ábendingar um það sem betur má fara svo næsta mót verði enn betra. 

MændGeyms

 


Stigalistinn.

Töluvert hefur bæst við stigalistann undanfarið eftir Mænd Geyms og æfingamótið þann 12. Nú eru 36 kotruspilarar komnir með stig. Úrslitin úr æfingamótinu fá að fylgja en keppendur spiluðu mismarga leiki enda nokkrir óreyndir og kennslan í fyrirrúmi.

Stig20091121

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1. Stefán Freyr 5/5

2. Ingi Tandri 3/5

3. Jorge 2/4

4. Róbert 2/6

5. Andri Áss 1/2

6.-9. Rúnar Berg 1/3

6.-9. Sigurður Páll 1/3

6.-9. Stefán K. 1/3

6.-9. Bergsteinn 1/3

 


Mænd Geyms - úrslit

Nú eru úrslit ljós og Mænd Geyms meistarar eru Sveinn Rúnar Eiríksson og Daníel Már Sigurðsson.

 Úrslit


Mænd Geyms - póker

Svakaleg spenna var í síðustu grein Mænd Geyms, pókernum. Skunkarnir féllu eðlilega fyrstir út og úrslitin réðust á lokahöndunum.

 1.-2. Andri og Jorge

3. Ingi Tandri

4. Daníel

5. Stefán Freyr

6. Gunnar  B.

7. Bergsteinn

8. Birgir

9. Sveinn Rúnar

10. Elvar

11. Sigurður Páll

12. Stefán K. 

13. -14. Jón B.

13.-14. Sigurður Sverris.


Mænd Geyms - staðan eftir kotru.

sta_akotra.jpg

Mænd Geyms - kotra.

Kotrukeppnin var afar jöfn og spennandi og endaði með sigri þriggja.

 1.-3. Stefán Freyr 4 vinningar

1.-3. Jón B. 4

1.-3. Sveinn Rúnar 4

4.-7. Daníel 3

4.-7. Birgir 3

4.-7. Stefán K. 3

4.-7. Ingi Tandri 3

8.-11. Gunnar 2

8.-11. Sigurður Sv. 2

8.-11. Bergsteinn 2

8.-11. Jorge 2

12.-14. Sigurður Páll  1

12.-14. Elvar 1

12.-14. Andri Áss 1


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband