Næsta mót.
28.8.2009 | 15:47
Eins og fram kemur í fundargerð síðasta fundar er stefnt að því að hafa kotrumót tvisvar í mánuði í vetur, 1. og 3. fimmtudag hvers mánaðar. Vegna mikillar skákhátíðar á Bolungarvík mun þó ekki verða mót 3. september þar sem margir fastamenn verða fyrir vestan. Næsta mót og kennsla samhliða verða þess vegna 17. september á Atid. Takið þann dag frá.