Nýr stigalisti.
8.7.2010 | 15:34
Talsverðar breytingar hafa orðið á stigalistanum og því tilvalið að birta nýjustu stig. Stigin eru ekki alltaf birt en má þá finna í myndamöppunni Stig.
Síðustu mót.
8.7.2010 | 14:40
Tvö mót hafa verið haldin frá því síðast var gefin skýrsla á síðunni. Þar sem Forsetanum tókst ekki að vinna þessi mót hefur ekkert verið um þau rætt eða ritað. Með þumalskrúfur er þetta loks gefið upp. Ef einhvereraðfurðasigáþvíaðþaðvantibilþáerþaðumræddumskrúfumaðkenna.
Úrslit mótanna voru sem hér segir:
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðalfundur
8.7.2010 | 14:29
Aðalfundur Kotrufélagsins, 13.júní, 2010
Dagskrá
- Farið yfir fjármál ársins
- Skýrsla forseta
- Önnur mál
- Kosning forseta
- Kosning stjórnar
- Lagabreytingartillögur
Mættir: Stefán Freyr Guðmundsson (SFG),Gunnar Gunnarsson (GG), Ingi Tandri Traustason (ITT)
Niðurstöður:
- Eignir félagsins óverulegar. Gjaldkera vantaði á aðalfund, reikningar verða endurskoðaðir fyrir næsta aðalfund.
- Haldið var úti mánaðarlegum æfingum á starfsárinu. Mænd Geyms var haldið í nóvember við góðar undirtektir, stefnt er að því að endurtaka leikinn í nóvember 2010. Einnig er stefnt er að Íslandsmóti haustið 2010. Hugmyndir eru uppi um bikarkeppni, sveitakeppni félaga á starfsárinu. Stigareikningar skulu vera settir í fastara form.
- Önnur mál
- Auka aðgengi að kennsluefni á vefnum.
- Aðstaða á Atid er til fyrirmyndar og ekki stefnt að breytingu þar á
- Búnaður félagsins er ásættanlegur eins og er. Uppfærslur gerðar eftir þörfum.
- Íslandsmótanefnd vinnur áfram að hugmyndum um mótafyrirkomulag.
- Stefán Freyr Guðmundsson endurkjörinn sem forseti.
- Stjórn:
- Varaforseti: Róbert Lagerman
- Gjaldkeri: Gísli Hrafnkelsson
- Ritari: Gunnar Gunnarsson
- Meðstjórnandi: Ingi Tandri Traustason
- 1. varamaður: Jorge Fonseca
- 2. varamaður: Ragnhildur Ísleifsdóttir
- Engar lagabreytingartillögur komu fram.