Mænd Geyms - laugardagur

Keppni hófst klukkan eitt á laugardeginum með einni umferð í kotrunni. Að henni lokinni fór skákkeppnin fram þar sem einkunnarorðin virtust vera: "forsetar fíflaðir". Alla vega fóru forseti Kotrufélagsins og forseti Skáksambands Íslands illa út úr viðureignum sínum við svokallaða bridsspilara.

Standings

Place Name                   Feder Rtg Loc Score Berg. Wins     GP

1 The Gunners, 10 61.00 3 100.00
2 Gústafsberg, 9 57.50 3 50.00
3 Ásar, 8 54.00 1 40.00
4 Einstein, 7.5 45.25 2 32.00
5-6 Völundur, 6.5 41.75 1 20.00
Þrjár blindar mýs, 6.5 41.75 1 20.00
7 Hinir síkátu, 6 37.00 2 8.00
8 Súkkulaðiverksmiðjan, 2.5 17.75 0

Eftir skákina voru síðustu tvær umferðirnar í kotrunni spilaðar. Ótrúlega mörgum viðureignum lauk með jafntefli og því margir í baráttunni um sigur. Eftir æsispennandi lokaumferðir skutust Hinir síkátu fram úr með mikilvægum sigri gegn Ásum í síðustu umferð.

Standings

Place Name                   Feder Rtg  Loc Score M-Buch. Buch. Progr.     GP

1 Hinir Síkátu, 1561 8 16.0 25.0 19.0 100.00
2-5 Völundur, 1682 7 21.0 35.0 23.0 50.00
Einstein, 1492 7 20.0 30.0 19.0 40.00
The Gunners, 1538 7 17.0 26.0 21.0 32.00
Súkkulaðiverksmiðjan, 1616 7 16.0 25.0 25.0 24.00
6 Ásar, 1541 6 21.0 32.0 24.0 16.00
7 Þrjár blindar mýs, 1379 3 20.0 30.0 7.0 8.00
8 Gústafsberg, 1499 2 21.0 32.0 5.0

 

Því næst var tekið hlé til að næra sig á góðborgurum frá Hvítu perlunni.

Póker var síðasta grein og áttu meira en helmingur liða raunhæfa möguleika á sigri. Eins og við mátti búast voru miklar sviptingar við pókerborðin. Gísli "fimmtán kall" var til að mynda afar duglegur við að spila menn út úr keppninni með sínu dáleiðandi reisi - Kalla og hækka um fimmtán!

Fljótlega varð ljóst að Völundur og The Gunners ættu ekki möguleika og keppnin því á milli Gústafsbergs, Súkkulaðiverksmiðjunnar, Ása og Einsteins. Að lokum var það reynsla Ásanna sem vóg þyngst. Sigurvegarar pókersins urðu Jón og Arnar.

Lokastaða:

      
        Brids       Skák      Kotra      Póker   Samtals         Röð
Völundur53,55,51157
Súkkulaðiverksmiðjan915,5419,53
Ásar7638241
Gústafsberg6715,519,53
Einstein455,55,5202
Þrjár blindar mýs33,52816,56
The Gunners295,5319,53
Hinir síkátu1292148

 

Liðin voru þannig skipuð:

Ásar (Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson)

Einstein (Þorvarður Fannar Ólafsson og Arnar Ægisson)

The Gunners (Gunnar Björnsson og Jón Gunnar Jónsson)

Gústafsberg (Gústaf Steingrímsson og Bergsteinn Einarsson)

Súkkulaðiverksmiðjan (Sveinn Rúnar Eiríksson og Daníel Már Sigurðsson)

Þrjár blindar mýs (Valgarður Guðjónsson, Iðunn Magnúsdóttir og Gísli Hrafnkelsson)

Völundur (Stefán Freyr Guðmundsson og Kjartan Ingason)

Hinir síkátu (Ingi Tandri Traustason og Jorge s. Fonseca)

Nýir stigaútreikningar eru hér http://kotra.blog.is/album/stig/image/1059063/ Í síðustu stig vantaði tvö mót, þau eru núna komin inn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband