Fyrsti stjórnarfundurinn
15.5.2009 | 17:13
Fyrsti stjórnarfundurinn var haldinn laugardaginn 9. maí á Bar 108. Fundarritun var í fagmannlegum höndum ritara félagsins.
Stjórnarfundur Kotrufélagsins, 9. maí, 2009.
Dagskrá
- Útfærsla stigareikninga.
- Almennt mótafyrirkomulag.
- Íslandsmót.
- Ýmis mál
- Ákvörðun næsta stjórnarfundar.
Mættir: SFG, GG, GH, BB, RL
Niðurstöður:
- Stiganefnd stofnuð, skipuð Stefáni Frey Guðmundssyni, Gunnari Gunnarsson og Róberti Lagerman.
- Stefnt á mánaðarleg mót. Mótanefnd stofnuð, skipuð Inga Tandra Traustasyni, Gísla Hrafnkelssyni og Jorge Fonseca.
- Almennt haldið í lok tímabils (ca. apríl). Stefnum á október 2009 vegna þess að við erum of sein fyrir apríl tímamörkin. Skilyrði að vera komin í samband við önnur félög áður en það er haldið til að tryggja þátttöku allra helstu spilara landsins. Mótið skal vera opið öllum þátttöku. Íslandsmótanefnd stofnuð, skipuð Forseta, varaforseta og ritara. Hún leggur til fyrirkomulag fyrir næsta stjórnarfund.
- Ýmis mál sem komu upp á fundinum:
- Fræðsluefni: Setja efni á netið, Gísli Hrafnkelssson sér um það.
- Stofna fréttasíðu Kotrufélagsins: Hugmyndin er kotra.blog.is, Gísli er ritstjóri síðunnar.
- Fjölga kvenfólki í félaginu: Biggi er í því.
- Peningasöfnun: Leyfa frjáls framlög. Gísli gjaldkeri stofnar bankareikning þegar kennitala leggur fyrir. Gjöld verða nýtt til að kaupa borð og búnað.
- Stofnunargjald: Var greitt af forseta og varaforseta.
- Aðsetur: Róbert athugar með það.
5. Næsti stjórnarfundur skal haldinn fljótlega eftir að kennitala berst. Forseti boðar fund.
Því má bæta við að kennitalan barst fimmtudaginn 15. maí og er 470509-2280..
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.