Lið í Mænd Geyms
30.1.2012 | 11:25
Nokkur lið hafa þegar staðfest þátttöku, aðrir eru að hugsa sig um, leita að makker o.s.frv. Ef einhverjir hafa áhuga og vantar makker ættu þeir endilega að hafa samband við mig, stefan_freyr@yahoo.com.
Staðfestir:
B&P (Stefán Freyr Guðmundsson og Sigurður Páll Steindórsson)
Gústafsberg (Gústaf Steingrímsson og Bergsteinn Einarsson)
Einstein (Þorvarður Fannar Ólafsson og Arnar Ægisson)
(Kjartan Ingvarsson og Pétur Gíslason)
(Ingi Tandri Traustason og Hrannar Jónsson)
(Elvar Guðmundsson og Jón Gunnar Jónsson)
(Gísli Hrafnkelsson og Jorge Fonseca)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mænd Geyms
23.1.2012 | 19:57
Þá er komið að skemmtilegasta móti ársins. Mænd Geyms fer fram fyrstu helgi í febrúar. Opinbera auglýsingin er:
Liðin þurfa að skrá sig undir einhverju nafni og mega gjarnan gera það tímanlega. Það má til dæmis melda sig hér í athugasemdakerfinu.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bikarmót
5.1.2012 | 13:21
Bikarmót verður haldið á Bar 46, laugardaginn 7. janúar klukkan 16:30. Tvöfaldur útsláttur, þ.e. eftir sitt annað tap falla menn úr keppni. Hliðarmót fyrir þá sem falla snemma úr aðalkeppninni.
Sigurvegari hlýtur að launum öruggt sæti í úrslitum næsta Íslandsmóts auk kassa af bjór.
Nýliðar boðnir sérstaklega velkomnir.
P.S. Það stefnir í góða þátttöku, skráðir eru:
Íslandsmeistarinn Gísli Hrafnkelsson
Stefán Freyr Guðmundsson
Markús Guðmundsson
Eygló Guðjónsdóttir
Ingi Tandri Traustason
Jorge Fonseca
Bjarni Freyr Kristjánsson
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Ástvaldur Sigurðsson
Hörður Sturluson
Björn Friðgeir Björnsson
Ingimar Ingimarsson
auk nokkurra sem eiga eftir að staðfesta komu sína.
Stofnfundur Kotrusambands Íslands
5.1.2012 | 13:15
Kotrusambands Íslands er hugsað sem landssamtök kotrufélaga og mun sækja um aðild að alþjóðasamtökum kotruspilara.
Áhugasamir ættu endilega að bjóða sig fram í stjórn eða varastjórn.
Uppkast að lögum má finna hér:
https://docs.google.com/document/d/12J5u6m0l-cJLhqvpcUQfwIYfCCaiibunR7FUIFERV6Q/edit?hl=en_US
https://docs.google.com/document/d/1DgmPsdROz8fZFHkuszh_7TsFZ3gn9qAP80DI_0phvEg/edit?hl=en_US
Stig
5.1.2012 | 13:14
Eftir langt og strangt Íslandsmót hefur stigalistinn tekið töluverðum breytingum. Gísli Hrafnkelsson hefur rokið upp listann á meðan Íslandsmeistari síðasta árs hefur dalað aðeins. Enn er Stefán Freyr stigahæstur og gerast þær raddir æ háværari að það sé álíka trúverðugt og rússneskar þingkosningar.
Listinn fyrir 10 stigahæstu spilara er eftirfarandi (einskorðað við þá sem hafa reynslu >= 100):
Allur listinn:
Æfingamót
5.1.2012 | 10:42
Æfingamót var haldið laugardaginn 19. nóvember á Bar 46. Tveir nýir spilarar mættu til leiks og stríddu "gömlu" kempunum.
1.-2. Stefán Freyr og Róbert 3/4
3. Jorge 2/4
4.-5. Ástvaldur og Guðlaugur 1/4
Íslandsmót - úrslit
5.1.2012 | 10:38
Úrslit Íslandsmótsins hófust með þremur umferðum föstudaginn 23. september. Stefán Freyr byrjaði vel og vann alla þrjá leiki kvöldsins, Gísli, Ing Tandri og Jorge fylgdu fast á eftir með tvo vinninga. Íslandsmeistarinn Gunnar byrjaði afleitlega og tapaði öllum leikjunum og jafnan með minnsta mun.
Laugardagurinn hófst með látum, Ingi Tandri vann Stefán á meðan Gísli og Jorge unnu sína leiki. Þar með voru fjórir efstir og jafnir með þrjá vinninga. Í fimmtu umferð áttust við fjórir efstu, Jorge vann Stefán og Gísli vann Inga Tandra. Báðir leikir unnust með minnsta mun. Óförum Íslandsmeistarans var síður en svo lokið. Eftir fimm umferðir var hann enn án vinnings. Kjartan var nú komin að hlið Stefáns og Inga Tandra með þrjá vinninga, Markús með tvo og Elvar einn.
Í sjöttu umferð fóru línur að skýrast, Gísli vann Stefán, Markús vann Inga og Jorge vann Kjartan. Helstu tíðindin voru þó fyrsti vinningur Gunnars gegn Elvari. Baráttan stóð því milli Gísla og Jorge og Gísli orðinn öruggur um Íslandsmeistaratitilinn þar sem Jorge hefur enn ekki fetað í fótspor Duranona og Fischers og nælt sér í íslenskan passa.
Gísli og Jorge unnu báðir í síðustu umferð og Ingi stöðvaði sigurgöngu Gunnars snarlega og endaði í 3.-4. sæti ásamt Stefáni.
Standings
Place Name Score Berg. 1-2 Gísli Hrafnkelsson, 6 19.00 Jorge Fonseca, 6 16.00 3-4 Ingi Tandri Traustason, 4 9.00 Stefán Freyr Guðmundsson, 4 8.00 5-6 Kjartan Ingvarsson, 3 10.00 Markús Guðmundsson, 3 6.00 7-8 Elvar Guðmundsson, 1 3.00 Gunnar Gunnarsson, 1 1.00
Cross Table
by Swiss Perfect (TM) www.swissperfect.com
No | Name | #1 | #2 | #3 | #4 | #5 | #6 | #7 | #8 |
1. | Markús Guðmundsson, | * | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 | 0 | 0 |
2. | Gunnar Gunnarsson, | 0 | * | 0 | 0 | 1 | 0 | 0 | 0 |
3. | Jorge Fonseca, | 1 | 1 | * | 1 | 1 | 1 | 0 | 1 |
4. | Kjartan Ingvarsson, | 1 | 1 | 0 | * | 0 | 0 | 1 | 0 |
5. | Elvar Guðmundsson, | 0 | 0 | 0 | 1 | * | 0 | 0 | 0 |
6. | Ingi Tandri Traustason, | 0 | 1 | 0 | 1 | 1 | * | 0 | 1 |
7. | Gísli Hrafnkelsson, | 1 | 1 | 1 | 0 | 1 | 1 | * | 1 |
8. | Stefán Freyr Guðmundsson, | 1 | 1 | 0 | 1 | 1 | 0 | 0 | * |