Íslandsmót - úrslit

Úrslit Íslandsmótsins hófust með þremur umferðum föstudaginn 23. september. Stefán Freyr byrjaði vel og vann alla þrjá leiki kvöldsins, Gísli, Ing Tandri og Jorge fylgdu fast á eftir með tvo vinninga. Íslandsmeistarinn Gunnar byrjaði afleitlega og tapaði öllum leikjunum og jafnan með minnsta mun.

 

Laugardagurinn hófst með látum, Ingi Tandri vann Stefán á meðan Gísli og Jorge unnu sína leiki. Þar með voru fjórir efstir og jafnir með þrjá vinninga. Í fimmtu umferð áttust við fjórir efstu, Jorge vann Stefán og Gísli vann Inga Tandra. Báðir leikir unnust með minnsta mun. Óförum Íslandsmeistarans var síður en svo lokið. Eftir fimm umferðir var hann enn án vinnings. Kjartan var nú komin að hlið Stefáns og Inga Tandra með þrjá vinninga, Markús með tvo og Elvar einn.

 

Í sjöttu umferð fóru línur að skýrast, Gísli vann Stefán, Markús vann Inga og Jorge vann Kjartan. Helstu tíðindin voru þó fyrsti vinningur Gunnars gegn Elvari. Baráttan stóð því milli Gísla og Jorge og Gísli orðinn öruggur um Íslandsmeistaratitilinn þar sem Jorge hefur enn ekki fetað í fótspor Duranona og Fischers og nælt sér í íslenskan passa.

 

Gísli og Jorge unnu báðir í síðustu umferð og Ingi stöðvaði sigurgöngu Gunnars snarlega og endaði í 3.-4. sæti ásamt Stefáni.

 

Standings

Place Name            Score Berg.

 1-2 Gísli Hrafnkelsson,    6   19.00
   Jorge Fonseca,       6   16.00
 3-4 Ingi Tandri Traustason,  4   9.00
   Stefán Freyr Guðmundsson, 4   8.00
 5-6 Kjartan Ingvarsson,    3   10.00
   Markús Guðmundsson,    3   6.00
 7-8 Elvar Guðmundsson,     1   3.00
   Gunnar Gunnarsson,     1   1.00

Cross Table

by Swiss Perfect (TM)  www.swissperfect.com
NoName#1#2#3#4#5#6#7#8
1.Markús Guðmundsson, *1001100
2.Gunnar Gunnarsson, 0*001000
3.Jorge Fonseca, 11*11101
4.Kjartan Ingvarsson, 110*0010
5.Elvar Guðmundsson, 0001*000
6.Ingi Tandri Traustason, 01011*01
7.Gísli Hrafnkelsson, 111011*1
8.Stefán Freyr Guðmundsson, 1101100*

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband