Íslandsmót 2010.

Svona lítur opinber auglýsing fyrir Íslandsmótið út. Við viljum endilega að fólk skrái sig sem fyrst því það auðveldar skipulagningu til muna. Undankeppnin verður mót með stuttum leikjum, líkast til upp í 3, og umferðirnar 7-9, nær 9. Það verður ekki hægt að ákveða endanlega með fyrirkomulagið fyrr en hægt er að áætla fjöldann.

Hver sem er getur tekið þátt í undankeppninni. Þó að um Íslandsmót sé að ræða þurfa óreyndir ekki að óttast að vera með - það eru allir velkomnir.

Samkvæmt dagskránni er þriggja tíma hlé áður en úrslitin hefjast. Þar sem þetta er okkar fyrsta Íslandsmót er vissara að hafa góðan tíma upp á að hlaupa. Einnig er líklegt að einhverjir keppendur verði jafnir og þurfi að spila um hver kemst í úrslit.

Reynt verður að fá tilboð á einhverjum af nálægum veitingastöðum fyrir kvöldmatinn.

Að loknum úrslitum verður verðlaunaafhending og lokahóf.

Íslandsmót


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Legg inn á ykkur síðar í dag.

Bjarni Freyr Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 12:35

2 Smámynd: Kotrufélagið

Glæsilegt.

Kotrufélagið, 27.8.2010 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband