Mót 20. ágúst.
21.8.2009 | 10:29
Æfingamót var haldið fimmtudaginn 20. ágúst og nú á nýjum stað Atid Laugavegi 73. Staðurinn er rúmgóður og snyrtilegur og veitingar á sanngjörnu verði svo fastlega má búast við að fleiri mót verði haldin á staðnum.
10 keppendur mættu í mótið og 8 til viðbótar í kennslu hjá Forsetanum sem gerir mætingu upp á 19 manns.
Leiknar voru 6 umferðir og leikurinn upp í 3. Óhætt er að segja að aldrei hafi mót á vegum félagsins verið jafnara þar sem enginn slapp við minna en tvö töp og endaði með því að 5 urðu efstir og jafnir með fjóra vinninga.
Úrslit:
1.-5. Jorge 4/6
1.-5. Jón Gunnar 4/6
1.-5. Hrannar 4/6
1.-5. Ingi Tandri 4/6
1.-5. Vésteinn 4/6
6.-7. Róbert 3/6
6.-7. Sigrún 3/6
8.-9. Stefán Á 2/6
8.-9. Gísli 2/6
10. Aðalsteinn 0/6
Stefán Freyr og Árni Björn voru með fyrstu tvær umferðirnar meðan beðið var eftir fleiri nemendum.
Stefán Freyr 2/2
Árni Björn 0/2
Að móti loknu tók við stórskemmtileg keppni í Sjúett
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.