Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Næsta mót.

Eins og fram kemur í fundargerð síðasta fundar er stefnt að því að hafa kotrumót tvisvar í mánuði í vetur, 1. og 3. fimmtudag hvers mánaðar. Vegna mikillar skákhátíðar á Bolungarvík mun þó ekki verða mót 3. september þar sem margir fastamenn verða fyrir vestan. Næsta mót og kennsla samhliða verða þess vegna 17. september á Atid. Takið þann dag frá.

Mót 20. ágúst.

Æfingamót var haldið fimmtudaginn 20. ágúst og nú á nýjum stað Atid Laugavegi 73. Staðurinn er rúmgóður og snyrtilegur og veitingar á sanngjörnu verði svo fastlega má búast við að fleiri mót verði haldin á staðnum.

10 keppendur mættu í mótið og 8 til viðbótar í kennslu hjá Forsetanum sem gerir mætingu upp á 19 manns.

Leiknar voru 6 umferðir og leikurinn upp í 3. Óhætt er að segja að aldrei hafi mót á vegum félagsins verið jafnara þar sem enginn slapp við minna en tvö töp og endaði með því að 5 urðu efstir og jafnir með fjóra vinninga.

Úrslit:

1.-5. Jorge 4/6

1.-5. Jón Gunnar 4/6

1.-5. Hrannar 4/6

1.-5. Ingi Tandri 4/6

1.-5. Vésteinn 4/6

6.-7. Róbert 3/6

6.-7. Sigrún 3/6

8.-9. Stefán Á 2/6

8.-9. Gísli 2/6

10. Aðalsteinn 0/6

Stefán Freyr og Árni Björn voru með fyrstu tvær umferðirnar meðan beðið var eftir fleiri nemendum.

Stefán Freyr 2/2

Árni Björn 0/2

 

Að móti loknu tók við stórskemmtileg keppni í Sjúett


Stjórnarfundur.

Stjórnarfundur Kotrufélagsins, 20. ágúst, 2009.

 

Dagskrá

  1. Íslandsmót.
  2. Önnur mót.
  3. Æfingamót.
  4. Ákvörðun næsta stjórnarfundar.

 

 

Mættir: Stefán Freyr Guðmundsson (SFG), Róbert Lagerman (RL), Gísli Hrafnkelsson (GH), Ingi Tandri Traustason (ITT)

 

Niðurstöður:

  1. Íslandsmót haldið í nóvember, SFG skoðar dagsetningu og staðsetningu. RL athugar með styrktaraðila. Fyrirkomulag mótsins miðar við a.m.k. 18 keppendur. Byrjað á 9 umferða móti með Monrad fyrirkomulagi. Fyrstu 6 umferðirnar eru leikir upp í 5 og síðustu þrjár umferðirnar upp í 7. Átta efstu komast í úrslit. Á fimmtudegi er stefnt að því að spila fyrstu 5 umferðirnar og seinni 4 á föstudegi. Byrjað ca. 18. Snemma á laugardegi hefst útsláttarkeppni. 8 manna úrslit verður leikur upp í 15, undanúrslit og úrslit upp í 21. (Athugasemd: Prófa að spila leik upp í 21 til að sjá hvað það tekur langan tíma). Keppnisgjaldi verði stillt í hóf (ca 1000kr) og rennur keppnisgjald til Kotrufélagsins. Þarf að huga að varaáætlun ef þátttaka dræm.

 

  1. Rætt um að halda Bikarkeppni eftir áramót (jan-feb) og “Mind-games” mögulega í október. Þá væri keppt í 2ja manna liðum í kotru, skák, brids og póker. Verður rætt nánar á næsta fundi.

 

  1. Æfingamót verði fyrsta og þriðja fimmtudag í hverjum mánuði. Mótið sem er þriðja fimmtudag mánaðar verði 6-8 umferða mót upp í 3 og boðið upp á kennslu fyrir nýliða samhliða móti. Mótið sem er fyrsta fimmtudag verði með breytilegu sniði.


  1. Næsti stjórnarfundur skal haldinn þegar næsta æfingamót fer fram 3. september.

Næsta mót.

Næsta kotrumót verður haldið fimmtudaginn 20. ágúst klukkan 19 á skemmtistaðnum Atid Laugavegi 73 (Landsbankinn er númer 77).

Samhliða mótinu geta þeir sem styttra eru á veg komnir og treysta sér ekki í mótið fengið kennslu og spilað nokkra leiki til að fá innsýn í fegurðina.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband