Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
Íslandsmót - undanrásir
23.9.2011 | 10:04
Í gærkvöld voru spilaðar undanrásir fyrir Íslandsmótið í kotru. Leikir voru upp í fimm og fyrirkomulagið svokallaður þrefaldur útsláttur. Við þriðja tap falla menn úr keppni. Spilað var um sex laus sæti í úrslitum og því spilað þangað til 6 voru enn á lífi.
Tólf keppendur börðust um sætin sex, þeir sem töpuðu þrisvar voru:
Gústaf Steingrímsson eftir þrjá leiki,
Sigurður Páll Steindórsson eftir þrjá leiki,
Ingimar Ingimarsson eftir fjóra leiki,
Daði Hannesson eftir fimm leiki,
Árni Björn Ómarsson eftir fimm leiki,
Jón Gunnar Jónsson eftir sex leik og
Markús Guðmundsson eftir sex leiki.
Markús komst áfram.
Þeir fimm sem eftir voru:
Ingi Tandri Traustason, Elvar Guðmundsson, Kjartan Ingvarsson, Gísli Hrafnkelsson og Jorge Fonseca.
Í úrslitum, sem hefjast klukkan 18 í kvöld í húsnæði Skáksambands Íslands, keppa því:
Gunnar Gunnarsson, Stefán Freyr Guðmundsson, Ingi Tandri, Elvar, Kjartan, Gísli, Jorge og Markús.
Áhorfendur eru velkomnir.
Góð þátttaka
21.9.2011 | 19:55
Það stefnir í góða þátttöku í Íslandsmótinu í kotru.
Eftirtaldir hafa staðfest þátttöku sína og nokkrir eiga enn eftir að ákveða sig:
Gunnar Gunnarsson *
Daníel Már Sigurðsson *
Stefán Freyr Guðmundsson *
Gísli Hrafnkelsson
Ingi Tandri Traustason
Ingimar Ingimarsson
Vilhelm Patrick Bernhöft
Kjartan Ingvarsson
Jorge Fonseca
Jón Gunnar Jónsson
Sigurður Páll Steindórsson
Valur Grettisson
Árni Björn Ómarsson
Markús Guðmundsson
Daði Hannesson
* hafa unnið sér þátttökurétt í úrslitum.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslandsmót 2011-2012
6.9.2011 | 23:21
Í undankeppninni er stefnt að því að hafa leikina upp í fimm og þrjú líf, þ.e. útsláttarkeppni þar sem keppendur falla úr leik við þriðja tap. Þetta er þó háð fjölda keppenda og gæti breyst.
Þrír keppendur hafa þegar áunnið sér rétt til að spila í úrslitum, Íslandsmeistarinn Gunnar Gunnarsson auk Daníels Más Sigurðssonar og Stefáns Freys Guðmundssonar sem unnu þar til gerð undanmót síðasta vetur.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)