Íslandsmót - undanrásir

Í gærkvöld voru spilaðar undanrásir fyrir Íslandsmótið í kotru. Leikir voru upp í fimm og fyrirkomulagið svokallaður þrefaldur útsláttur. Við þriðja tap falla menn úr keppni. Spilað var um sex laus sæti í úrslitum og því spilað þangað til 6 voru enn á lífi.

Tólf keppendur börðust um sætin sex, þeir sem töpuðu þrisvar voru:

Gústaf Steingrímsson eftir þrjá leiki,

Sigurður Páll Steindórsson eftir þrjá leiki, 

Ingimar Ingimarsson eftir fjóra leiki,

Daði Hannesson eftir fimm leiki, 

Árni Björn Ómarsson eftir fimm leiki,

Jón Gunnar Jónsson eftir sex leik og

Markús Guðmundsson eftir sex leiki.

Markús komst áfram.

 

Þeir fimm sem eftir voru:

Ingi Tandri Traustason, Elvar Guðmundsson, Kjartan Ingvarsson, Gísli Hrafnkelsson og Jorge Fonseca.

 

Í úrslitum, sem hefjast klukkan 18 í kvöld í húsnæði Skáksambands Íslands, keppa því:

Gunnar Gunnarsson, Stefán Freyr Guðmundsson, Ingi Tandri, Elvar, Kjartan, Gísli, Jorge og Markús.

 

Áhorfendur eru velkomnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skák.is

Bíddu, datt Jón Gunnar út?

Skák.is, 23.9.2011 kl. 10:49

2 identicon

Það væri nú spennandi að fá að vita meira um hvernig þetta fór!

Njörður Marðarson (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 20:20

3 identicon

Tekk undir með Nirði, hver sigraði í þetta skiptið?

Úlfur Ísfell (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband