Færsluflokkur: Spil og leikir

Stjórnlagaaðventumót

Stjórnlagaaðventumót var haldið í byrjun aðventu á kosningadegi til stjórnlagaþings. Fyrirkomulagið var með sérstöku sniði. Borið hefur á því að Spánverjinn síkáti fái undraköst á heppilegum stundum. Til að ganga úr skugga um þetta var því sett upp mót til höfuðs þessum grunsamlegu köstum. Uppsetningin var þannig að aðeins tveir keppendur köstuðu teningum í hverri umferð, hvor fyrir sinn helming keppenda. Síðan þurftu keppendur allir að nota sömu köstin. Annar þessara keppenda var ávallt Jorge s. Fonseca og var sérstaklega skráð hvor keppenda hefði fengið að nota köst Spánverjans. Skemmst er frá því að segja að skor þeirra sem fengu að njóta síkátra kasta var 9 vinningar af 15 mögulegum og telst því hér með sannað að óhreint mjöl sé í pokahorni Spánverjans.

 

Að auki var sú nýlunda tekin upp að sigurvegarinn ynni sér þátttökurétt á næsta Íslandsmóti. Mun þetta fyrirkomulag verða notað á flestum mótum hér eftir. Öruggur sigurvegari mótsins varð Daníel Már og hefur því ásamt núverandi Íslandsmeistara Gunnari Gunnarssyni áunnið sér rétt til þátttöku á næsta Íslandsmóti. Að auki vann Daníel allnokkra bjórbauka í sigurlaun.

æfingamót20101127


Æfingamót - 23. október

Æfingamót var haldið 23. október á Atid. Eftir mót var að sjálfsögðu tekinn Sjúett.

æfingamót20101023


Íslandsmót - úrslit

Fyrstu helgina í september var haldið Íslandsmót í kotru og nokkuð seint orðið að birta úrslit. Því hefur verið haldið fram að Forsetinn vilji ekki gera grein fyrir úrslitunum enda frammistaða hans afleit. Önnur ástæða má vera að ákveðið var að notast við nýmóðins tækni og skrá öll úrslit í tölvu, í stað pappírs. Það sem verra var að þetta var allt skráð í tölvu Varaforsetans sem á það til að sinna skák í frístundum. Þessu afkáralega áhugamáli hefur hann því miður sinnt erlendis meira og minna frá lokum Íslandsmótsins og með tölvuna með sér - eins og það hjálpi!

Forsetinn ætlar því að reyna að koma smá skýrslu frá sér um mótið og verður að treysta á gloppótt minnið. Vonandi man hann samt hver vann.

Laugardaginn 4. september klukkan 10:30 voru tíu keppendur mættir til leiks í húsnæði Skákakademíunnar að Tjarnargötu. Það skal viðurkennt að þetta var helst til snemmt fyrir markhóp kotrunnar en framundan var stíf dagskrá.

Skipt var í tvo fimm manna - allir við alla innan riðils. Þaðan áttu fjórir efstu úr hvorum riðli að fara áfram í átta manna úrslit.

A-riðill:

1. Gísli Hrafnkelsson 3/4

2. Hrafnkell Stefánsson 2/4

3. Daníel Már Sigurðsson 2/4

4. Jóhann Jóhannsson 2/4

5. Gunnar Björn Helgason 1/4

B-riðill:

1. Stefán Freyr Guðmundsson 3/4

2. Jorge Fonseca 3/4

3. Gunnar Gunnarsson 2/4

4. Bjarni Freyr Kristjánsson 1/4

5. Róbert Lagerman 1/4

Í átta liða úrslitum áttust við Stefán og Jóhann, Jorge og Daníel, Hrafnkell og Gunnar og loks Gísli og Bjarni. Ekki er hægt að segja að staðan eftir riðlakeppnina hafi verið góð vísbending enda féllu efstu menn, Gísli og Stefán, auðveldlega út. Gunnar sigraði Hrafnkel og Jorge særði fram einhvern mesta teningagaldur sem sögur fara af þegar hann sneri við úrslitaleiknum á móti Daníel með tveimur sexutvennum í tveimur síðustu köstunum!

Í undanúrslitum áttust við Gunnar og Jóhann annars vegar og Jorge og Bjarni hins vegar. Eftir spennandi leiki upp í 9 sigruðu Gunnar og Jorge með litlum mun.

Að lokum glímdu Jorge og Gunnar um titilinn. Eftir afar jafnan leik og mikla baráttu hafði Gunnar sigur 11-8 og varð því Íslandsmeistari í kotru tímabilið 2010/2011.


Íslandsmót 2010 - ítrekun.

Nú eru aðeins örfáir dagar í Íslandsmótið í kotru. Minni keppendur á að greiða þátttökugjaldið inn á reikning Kotrufélagsins (sjá hér að neðan) fyrir föstudaginn 3. september. Það þýðir að síðasti dagur til greiðslu er fimmtudagurinn 2. september - annars leggjast þúsund krónur við gjaldið.

Ennfremur bendi ég keppendum á að gott er ef þeir geta kippt með sér kotruborðum, séu þau eru til staðar.


Íslandsmót 2010.

Svona lítur opinber auglýsing fyrir Íslandsmótið út. Við viljum endilega að fólk skrái sig sem fyrst því það auðveldar skipulagningu til muna. Undankeppnin verður mót með stuttum leikjum, líkast til upp í 3, og umferðirnar 7-9, nær 9. Það verður ekki hægt að ákveða endanlega með fyrirkomulagið fyrr en hægt er að áætla fjöldann.

Hver sem er getur tekið þátt í undankeppninni. Þó að um Íslandsmót sé að ræða þurfa óreyndir ekki að óttast að vera með - það eru allir velkomnir.

Samkvæmt dagskránni er þriggja tíma hlé áður en úrslitin hefjast. Þar sem þetta er okkar fyrsta Íslandsmót er vissara að hafa góðan tíma upp á að hlaupa. Einnig er líklegt að einhverjir keppendur verði jafnir og þurfi að spila um hver kemst í úrslit.

Reynt verður að fá tilboð á einhverjum af nálægum veitingastöðum fyrir kvöldmatinn.

Að loknum úrslitum verður verðlaunaafhending og lokahóf.

Íslandsmót


Ný stig.

Hér má sjá stigaþróun spilara með yfir 1550 stig:

Stigaþróun1

 

Nýi stigalistinn lítur þannig út:

Nafn

ELO

Reynsla

Stefán Freyr

1861

244

Gunnar

1697

99

Daníel Már

1616

50

Róbert

1614

121

Jón Gunnar

1589

43

Jorge

1582

127

Jón B.

1556

15

Steingrímur

1549

21

Sveinn Rúnar

1543

15

Hrannar

1542

33

Saga

1536

18

Ingi Tandri

1534

203

Vésteinn

1534

33

Sigurður

1525

55

Hrafnkell

1517

73

Ingimar

1502

12

Ragnhildur

1500

0

Bergsteinn

1497

24

Stefán K.

1496

24

Gunnar

1487

15

Varði

1484

21

Stefán Þór

1482

35

Kolbrún

1481

15

Jóhann

1478

15

Vilhelm

1477

30

Sigrún

1467

36

Árni Björn

1461

6

Stefán

1458

18

Raili

1455

20

Gunnar Björn

1451

15

Elvar

1451

15

Andri Áss

1444

21

Sigurður Páll

1431

24

Rúnar Berg

1426

59

Gissur

1423

18

Pétur Atli

1422

15

Magnús

1422

32

Helga Guðrún

1420

46

Geir

1406

20

Tómas

1399

15

Birgir

1325

54

Gísli

1309

117

Aðalsteinn

1224

56

 

 

 


Mót - 7. ágúst 2010

Síðasta mót fyrir Íslandsmót fór fram laugardaginn 7. ágúst á Atid. Forsetanum fannst mikið um óvænt úrslit en það er ekki víst að það sé samdóma álit allra.

1. Gunnar 4/5

2. - 3. Hrannar 3/5

2. - 3. Daníel Már 3/5

4. - 5.  Vilhelm 2/5

4. - 5. Stefán Þór 2/5

6. Stefán Freyr 1/5


Næsta mót.

Næsta mót verður haldið á Atid, Laugarvegi 73, laugardaginn 7. ágúst klukkan 16.

Þetta verður síðasta æfing fyrir Íslandsmótið sem fer fram laugardaginn 4. september. Takið daginn frá.

Fyrirkomulag Íslandsmótsins ræðst nokkuð af þátttöku en það er í grófum dráttum þannig að fyrst verður spilað 7-9 umferða mót þar sem leikirnir eru upp í 3 stig.

Að því loknu komast efstu menn (4-8) í úrslit þar sem leikirnir verða lengri og útsláttarfyrirkomulag.

Allt mótið á að klárast laugardaginn 4. september.


Mót 10. júli 2010

Æfingamót var haldið laugardaginn síðastliðinn á Atid. Mæting var nokkuð góð. Daníel virtist ætla að stinga af og hafði unnið alla sína leiki fyrir síðustu umferð en tapaði þá fyrir Inga Tandra.

Það þurfti því úrslitaleik til að skera úr um sigurvegara þar sem Daníel lék sér Forsetanum.

Að loknu móti var að venju leikinn Sjúett milli þeirra sem voru eftir.

Úrslit:

1. Daníel Már 4/5 og sigur í úrlitaleik

2. Stefán Freyr 4/5

3.-5. Vésteinn 3/5

3.-5. Sigurður Sverrisson 3/5

3.-5. Gísli Hrafnkelsson 3/5

6.-8. Kolbrún 2/5

6.-8. Ingimar 2/5

6.-8. Ingi Tandri 2/5

9.-10. Magnús 1/5

9.-10. Gunnar Björn 1/5


Nýr stigalisti.

Talsverðar breytingar hafa orðið á stigalistanum og því tilvalið að birta nýjustu stig. Stigin eru ekki alltaf birt en má þá finna í myndamöppunni Stig.

Stig20100429

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband